Að safna fólki

Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að kynnast fólki sem hefur búið í ólíku félagslegu umhverfi en ég, upplifað hluti sem ég hef ekki upplifað, kann hluti sem ég kann ekki o.s.frv. Ég hef verið svo lánsöm að hafa kynnst alls konar fólki, frá ýmsum löndum um ævina. Ég segi stundum við fólk að mig langi til að eiga það og það besta sem ég veit er þegar fólk leyfir mér það. Það þýðir auðvitað ekki að ég ætli mér að eiga fólk í orðsins fyllstu merkingu, heldur á ég við að ég vilji tengjast fólkinu á einhvern hátt og vera í samskiptum við það sem lengst. Svona safna ég fólki með ólíka reynslu og reyni að læra af því. Stundum "hlustum" við best þegar við lesum og kannski þess vegna hef ég kynnst sumum af mínum nánustu vinum með því að skrifast á við þá á netinu. Tækninni fylgja töfrar laughing

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband