Love Story

Þetta ljóð er lítil saga sem segir frá því hvernig ástarsambönd þróast.

Þegar fólk er að kynnast ríkir mikil spenna, hlutirnir gerast hratt og mönnum virðast allir vegir færir. Með tímanum kemst jafnvægi á hlutina og ákveðinn stöðugleiki einkennir sambandið... og fyrr en varir er það orðið að gömlum vana.

Love Story

A stranger came from out of nowhere
and asked if I wanted to play with him.
I was feeling shy at first, but said yes.
He took my hand and told me to run.
Laughing we ran together in the snow.
There was ice on the streets and I fell.
After carefully making sure I wasn't hurt
he helped me to get back on my feet
and said it would be better idea to walk.
So we walked together in the sunshine
on a beautiful, hot day and I got tired.
He told me to rest among the flowers
while he would go and bring some water.
And even though he never really left
somehow he wasn't with me anymore.
Just like that and from out of nowhere.

gs


Fimm réttir

Í mörg ár hafði maður vinkonu minnar það til siðs að kaupa Lottóseðil á laugardögum. Þetta var fyrir um 18 árum síðan og fyrir tíma áskriftar.

Laugardagskvöld nokkurt fór maðurinn út að borða með félaga sínum og bað konuna að fylgjast með útdrættinum í sjónvarpinu og skrifa hjá sér vinningstölurnar. Einhver púki hljóp í konuna og ákvað hún að stríða manninum. Hún kíkti á Lottóseðilinn hans, valdi eina númeraröðina og skrifaði á miða.

Seint um kvöldið kom maðurinn heim, eilítið við skál. Hann spurði um vinningstölurnar og með sakleysissvip rétti konan honum miðann. Maðurinn setti upp gleraugu og fór að bera saman tölurnar af miðanum og á Lottóseðlinum.

Skyndilega rak maðurinn upp gól, þeytti gleraugunum út í horn, þreif í brúnina á stofuborðinu og velti því um koll með tilheyrandi látum. "JAAAAAAAÁ, 5 RÉTTAR, ÉG VAAAAAAN, ÉG VAAAAAAAN!", öskraði hann.

Konunni varð auðvitað töluvert brugðið við lætin og reyndi að róa manninn. "Það er óþarfi að skemma stofuborðið", sagði hún. "Ég kaupi bara nýtt", gólaði maðurinn um leið og hann sópaði gamla sjónvarpstækinu niður á gólf.

Það er skemmst frá því að segja að það tók manninn töluverðan tíma að fyrirgefa konunni... og konuna töluverðan tíma að eignast nýtt sjónvarp.


Skipta 9

Ég skrifaði þetta ljóð fyrir tvær manneskjur sem sigldu með mér í gegnum eitt erfiðasta tímabil lífs míns. Manneskjur sem komu inn í líf mitt á hárréttu augnabliki. Englar af himnum ofan? Kannski... ef þeir eru til. Ég efast þó um að englar séu svona óþekkir:)

Umhyggjan sem þau sýndu mér var einstök og saman áttum við frábærar stundir. Í hvert sinn sem ég hugsa til þeirra fyllist ég mikilli hlýju og þakklæti.

Skipta 9 (a tribute to a friend)

crazy little dinner parties
famous songs and stupid dances
very funny or boring movies
trips to buy food and ice cream
special language that we made
stupid games and me losing

hours and hours of
talking
laughing and
crying

days and days of
missing
wanting and
needing

weeks and weeks of
caring
loving and
comforting

months and months of
being
best
friends

years and years of
memories

with love, always

gs


Hvaðan er ég?

Ég á oftast ekki í neinum erfiðleikum með að svara persónulegum spurningum nokkuð skilmerkilega. Þó er það ákveðin spurning sem alltaf vefst fyrir mér og hún er jafnframt ein sú algengasta: Hvaðan ertu?

Ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvaðan ég er.

Ég fæddist í Reykjavík, hef búið á 16 stöðum á landinu og part úr sumri í Svíþjóð, átt 34 heimili og flutt oftar en ég nenni að telja. Ég útbjó að gamni lista yfir þessa staði.

1971-1986
Reykjavík (Vesturgata)
Ólafsfjörður (Ólafsgata & Kirkjuvegur)
Akranes (Vesturgata)
Laugarbakki (Smáragrund & Teigagrund) 1977 og 1978 (0.- 1. bekkur)
Suðureyri (Sætún 2.h. & Sætún 1.h. & Túngata) 1979-1982 (2.- 5. bekkur)
Hafnarfjörður (Hraunbrún & Sunnuvegur) 1983 (6. bekkur)
Suðureyri (Túngata & Hjallabyggð) 1984-1985 (7.- 8. bekkur)
Reykjavík (Eskihlíð) 1985-1986 (9. bekkur)

1986-1990
Suðureyri (Hjallabyggð & Verbúð Fiskiðjan Freyja) sumar 1986
Fáskrúðsfjörður (Álfabrekka) 1987
Grindavík (Verbúð Fiskanes) haust 1987
Fáskrúðsfjörður (Álfabrekka) vetur 1987-1988
Reykjavík (Eskihlíð) sumar 1988
Hólmavík (Skólabraut 16) haust 1988
Höfn í Hornafirði (Verbúð Ásgarður) haust 1989
Hólmavík (Skólabraut 16) vetur 1989
Reykjavík (Eskihlíð) vor 1989
Halmstad (Sweden) júní-júlí 1989
Reykjavík (Eskihlíð, Hraunbær) vetur 1989
Vestmannaeyjar (Verbúð Fiskiðjan) mars-júní 1990
Reykjavík (Eskihlíð) haust 1990

1991-1997
Reykjavík (Grettisgata, Ljósheimar)
Kópavogur (Hamraborg)
Reykjavík (Frostafold)
Hafnarfjörður (Álfaskeið)
Mosfellsbær (Hjarðarland)
Reykjavík (Skipasund)
Hafnarfjörður (Sléttahraun)

1997-2000
Hólmavík (Skólabraut 18, Víkurtún)

2000-2001
Súðavík (Arnarflöt)

2001-2011
Ólafsvík (Engihlíð 22)

2011-2012
Hellissandur (Selhóll 5)

2012...
Ólafsvík (Engihlíð 8)


Taktu mig - Éttu mig

aktutaktu.jpgÉg heyrði auglýsingu frá Aktu -Taktu í útvarpinu áðan og þá rifjaðist upp fyrir mér dálítið skemmtilegt...

Langamma sona minna var eitt sinn að passa 8 ára dótturdóttur sína yfir helgi og mamma hennar bað mig að skutla til hennar tösku sem gleymst hafði heima. Þegar ég kom með töskuna fékk ég að heyra um ævintýri dagsins yfir kaffibolla. Þær höfðu m.a. gengið niður Laugarveginn og niður að tjörn, þar sem þær gáfu öndunum brauð, og svo alla leiðina heim aftur.

"Það var mjög gaman hjá okkur," sagði gamla konan brosandi. "En þegar við komum heim vorum svo hræðilega þreyttar að við nenntum ekki að elda kvöldmat. Við keyptum okkur þess vegna bara hamborgara hérna úti í Taktu mig - Éttu mig."

Einhvern veginn tókst mér að halda niðri í mér hlátrinum á meðan ég kvaddi þá gömlu, en um leið og ég var komin inn í bíl sprakk ég úr hlátri.

Síðan þá hafa Aktu - Taktu sjoppurnar aldrei verið kallaðar neitt annað í minni fjölskyldu en Taktu mig - Éttu mig.


Tíu fingur upp til guðs

Sko mig!Áður en ég lærði að synda fór ég stundum í Laugardalslaugina með afa mínum. Til að byrja með þorði ég ekki fyrir mitt litla líf að sleppa bakkanum. Ég var viss um að ég myndi berast með vatninu út í djúpu laugina og þá gæti farið illa.

Dag einn í sundi, þar sem ég ríghélt í bakkann alsæl og fikraði mig um í grunnu lauginni, kom til mín stelpa á mínum aldri. Hún horfði á mig um stund og spurði svo afhverju ég héldi í bakkann. Áður en ég gat svarað bætti hún við: "Ertu hrædd um að vatnið taki þig í burtu ef þú sleppir"?

Ég hugsaði um það eitt augnablik hvort ég ætti að þora að viðurkenna hræðslu mína, en áður en ég náði að koma upp orði sagði stelpan: "Maður getur alveg labbað þangað sem maður vill ef maður sleppir. Ég er að segja alveg satt. Tíu fingur upp til Guðs". Svo brosti hún sannfærandi og svamlaði í burtu.

Fyrst sleppti ég annarri hendinni, svo hinni. Og viti menn. Ég barst ekkert með vatninu, heldur réð ferðinni sjálf. Og þannig hefur það verið æ síðan.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband