Færsluflokkur: Spil og leikir
Í mörg ár hafði maður vinkonu minnar það til siðs að kaupa Lottóseðil á laugardögum. Þetta var fyrir um 18 árum síðan og fyrir tíma áskriftar.
Laugardagskvöld nokkurt fór maðurinn út að borða með félaga sínum og bað konuna að fylgjast með útdrættinum í sjónvarpinu og skrifa hjá sér vinningstölurnar. Einhver púki hljóp í konuna og ákvað hún að stríða manninum. Hún kíkti á Lottóseðilinn hans, valdi eina númeraröðina og skrifaði á miða.
Seint um kvöldið kom maðurinn heim, eilítið við skál. Hann spurði um vinningstölurnar og með sakleysissvip rétti konan honum miðann. Maðurinn setti upp gleraugu og fór að bera saman tölurnar af miðanum og á Lottóseðlinum.
Skyndilega rak maðurinn upp gól, þeytti gleraugunum út í horn, þreif í brúnina á stofuborðinu og velti því um koll með tilheyrandi látum. "JAAAAAAAÁ, 5 RÉTTAR, ÉG VAAAAAAN, ÉG VAAAAAAAN!", öskraði hann.
Konunni varð auðvitað töluvert brugðið við lætin og reyndi að róa manninn. "Það er óþarfi að skemma stofuborðið", sagði hún. "Ég kaupi bara nýtt", gólaði maðurinn um leið og hann sópaði gamla sjónvarpstækinu niður á gólf.
Það er skemmst frá því að segja að það tók manninn töluverðan tíma að fyrirgefa konunni... og konuna töluverðan tíma að eignast nýtt sjónvarp.
Spil og leikir | 16.7.2010 | 16:10 (breytt kl. 16:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Nota bene
Links
www.iceland.co.il
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar