Tíu fingur upp til guðs

Sko mig!Áður en ég lærði að synda fór ég stundum í Laugardalslaugina með afa mínum. Til að byrja með þorði ég ekki fyrir mitt litla líf að sleppa bakkanum. Ég var viss um að ég myndi berast með vatninu út í djúpu laugina og þá gæti farið illa.

Dag einn í sundi, þar sem ég ríghélt í bakkann alsæl og fikraði mig um í grunnu lauginni, kom til mín stelpa á mínum aldri. Hún horfði á mig um stund og spurði svo afhverju ég héldi í bakkann. Áður en ég gat svarað bætti hún við: "Ertu hrædd um að vatnið taki þig í burtu ef þú sleppir"?

Ég hugsaði um það eitt augnablik hvort ég ætti að þora að viðurkenna hræðslu mína, en áður en ég náði að koma upp orði sagði stelpan: "Maður getur alveg labbað þangað sem maður vill ef maður sleppir. Ég er að segja alveg satt. Tíu fingur upp til Guðs". Svo brosti hún sannfærandi og svamlaði í burtu.

Fyrst sleppti ég annarri hendinni, svo hinni. Og viti menn. Ég barst ekkert með vatninu, heldur réð ferðinni sjálf. Og þannig hefur það verið æ síðan.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava Kristín Sveinbjörnsdóttir

ÞAð er gott að ráða ferðinni sjálfur :D

Svava Kristín Sveinbjörnsdóttir, 14.7.2010 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband