Nágrannaerjur hafa verið til umfjöllunar í fréttum undanfarið. Þó ég hafi víða búið hef ég oftast verið heppin með nágranna. Þó varð eitt sinn vitni að "skemmtilegu" rifrildi sem átti sér stað milli nágranna minna Jóns og Gústa í Skipasundinu. Jón og Gústi (oft uppnefndur Hvanndala-Gústi af Jóni) bjuggu í tvíbýli við hliðina á mér í Skipasundi og deildu bæði garði og bílastæði. Þeir áttu víst oft erfitt með að komast að samkomulagi um ýmislegt sem varðaði húsið og lóðina.
Sumar nokkurt keypti Gústi sér notaðan snjósleða sem hann hugðist taka með sér í jöklaferðir á komandi vetri. Snjósleðanum, ásamt kerru sem með honum fylgdi, kom Gústi fyrir á sínum helmingi bílastæðisins.
Eitthvað fór þetta í taugarnar á Jóni og dag einn, þegar ég var að svæfa Sindra úti í vagni, heyri ég að hann spyr Gústa hvort það standi ekki örugglega til að fjarlægja snjósleðakerruna fljótlega. Gústi svarar neitandi og bætir því við að hann hljóti að ráða því sjálfur hvort hann geymi sleðann á bílastæðinu sínu. Varla sé hann fyrir Jóni.
Þá segir Jón: "Nei, nei. Sleðinn er ekkert fyrir mér. Það er bara mikil sjónmengun af þessu drasli."
Gústi svarar þá að bragði: "Það er nú ekki nærri því eins mikil sjónmengun af þessu og er af henni Kristrúnu þinni þegar hún er að spóka sig hérna um á stuttbuxunum."
Þetta má alveg kalla góðan granna :)
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkur: Dægurmál | 26.7.2010 | 14:39 (breytt 25.6.2012 kl. 12:50) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Nota bene
Links
www.iceland.co.il
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heheheheheehe
Svava Kristín Sveinbjörnsdóttir, 26.7.2010 kl. 16:43
hahahahaha neii!! x) Bara snilld!
Sonja Lind (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.