Eitt af mínum elstu ljóðum (samið 2004 ef ég man rétt)
...
rekin áfram af þrá
leita ég til þín
veit ekki hvað ég vil finna
en samt svo viss
flý frá tómleikanum
full tilhlökkunar
hláturinn togar í mig
tárin líka
fálmandi í myrkrinu
allt þó svo bjart
brennandi, ólgandi, æpandi
tilfinningar
óvissan er alls staðar
en örugg samt
langar að vita
þarf að fá svör
ef hamingjan er fólgin í ástinni
er ég þá ekki elskuð?
blik í augum, bros
allt sagt án orða
vonuðum bæði
vissum hvert stefndi
funheit snerting
framandi straumar
fangelsuð hjörtu
en samt svo frjáls
ef lífið er gáta sem þarf að leysa
er þá bannað að giska?
gs
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Nota bene
Links
www.iceland.co.il
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
It's the guessing that makes life a mystery.
Fred Miller (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.