Ég fékk þennan texta sendan frá þorpara sem ég þekki og fékk leyfi til að birta hér:
Bubbi Morthens hefur í gegnum tíðina sent frá sér mörg frábær lög og texta og verið mikilvirkur tónlistarmaður, það verður ekki af honum skafið. Texti lagsins Þorpið, á samnefndum diski, hefur farið fyrir brjóstið á mörgum, sér í lagi íbúum þorpanna á landsbyggðinni. Fyrir utan að vera á köflum ambögulegur, gefur hann ekki rétta mynd af því sem er að gerast í dag í flestum þorpum landsins. Vissulega fór ýmsilegt miður og fólki fækkaði en önnur atvinnutækifæri hafa komið til sögunnar Í þorpunum er víða auðugt mannlíf sem verðskuldar ekki allt að því niðrandi framsetningu um eitt og annað og tæplega er sett fram að einstaklingi sem ber hag smærri byggðarlaga fyrir brjósti sér. Að gera lítið úr eldri borgurum "gamalt lið" er ekki fallega gert og fíkniefnatengingin "feitar jónur" er ekki smekkleg.
Vissulega hefur straumurinn legið til höfuðborgarinnar, tækifærin lágu þar en gera það svo sem ekki eins og er, þar er víða pottur brotinn og búseta þar ekki endilega besti kosturinn, hver velur fyrir sig að sjálfsögðu.
Textinn "Upprisa Þorpsins" er dálítið andóf gegn texta Bubba, höfundurinn þekkir vel þorpslífið, bæði í blíðu og stríðu og er einn af þeim sem mislíkar framsetning Bubba. Texti minn er svo sem ekkert dýrt kveðinn og hugsanlega má syngja hann undir lagi Bubba.
Þorpsbúi
Upprisa þorpsins
Þorpið fagnar vori frystihúsið situr
fast á sínum grunni einnig vélar og rær.
Bátarnir við festar, fellur stöku dritur,
fiðruðum úr rassi, bryggjupollinn hlær.
Unga fólkið er alltaf úti að vinna,
eldri borgarar hugðarefnum sinna.
Mögur voru ár þeim er að linna,
þorpið er að þenjast út.
Grasið vex í görðum á malbiki ökum
gyllir sólin fagran fjallanna hring.
Fer stundum bak við fjöllin, því rólega tökum,
fögnum hennar endurkomu glaður ég syng.
Að sunnan unga fólkið kom úr solli,
sagðist ekki una borgardrolli.
Þar skelfilegur ofbeldis er skolli,
þorparar þar þenjast út.
Eigum ágæt hús öll þau kosta krónur,
karlar í þeim búa einnig Siggur og Jónur.
Í leikskólanum bergmála gleðihróp barna,
bersýnilega þeim líkar vel þarna.
Því lífið í borginni heillar ekki lengur,
landsbyggðarlífið er happafengur.
Látum út í hafsauga allar fána "stengur"
þorpið er að þenjast út.
Bölsýnn steig fram með barlómi og látum
beljaði um kvótatap og báta í nauð.
Í verbúðum forðum hann vann ei með skátum,
vísur um það orti og landsmönnum bauð.
Unga fólkið vill á bölsýnina blása,
berjast hér til þrautar opna lása.
Bölmóðsskáldin mega áfram mása,
þorpið er að þenjast út.
Stórfengleg fjöllin þau stara út á fjörðinn
stöðugt er þorpið, traust stendur vörðinn,
Ég hendist í bað held ég upp mig dubbi
harmaljóð á pöbbnum það er sagt víst Bubbi.
Vona að hann vitleysu ekki spinni,
í vösum hans ei finnist nál og tvinni.
Gamalmennagammatali linni
þorpið er að þenjast út.
Lopann teygja má lengi um drauma,
látnar krónur og starandi fjöll.
Gammafóður sem gaufar við sauma,
gatslitnar lummur um niðurrifströll.
Af reynslu best um málin er að ræða,
réttar upplýsingar saman bræða.
Þurfum ekki nálarauga að þræða,
þorpin aldrei þurrkast út.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Ljóð | 5.5.2012 | 09:46 (breytt kl. 09:57) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Nota bene
Links
www.iceland.co.il
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta ég er ein af þeim sem hleyp til og slekk á útvarpinu um leið og Bubbi byrjar að kyrja þetta. Ég verð svo reið. Vil bara að hann haldi sig vil litlar stúlkur á heiðinni ef hann endilega vill vera með eitthvað tilfinningaklám.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2012 kl. 11:09
Ég er ánægður með þennann texta þinn og gott að heyra aðra koma með þetta fram í dagsljósiið ég hélt ég væri einn að tauta Bubba.
Ég skrifaði þessar hugleiðingar mínar á Feisið mitt í morgun:
Ég er svo ósáttur við stöðugan barlóm og niðurtal um búsetu á vestfjörðum í fjölmiðlum.
Meira að segja Bubbi nýtir færið og selur plötur í þúsundum út að þetta, ef mannesku er sagt nógu oft að hún sé vittlaust þá trúið hún því. Bubbi fær fólk til að syngja um þessa ímynd aftur og aftur og aftur. Og nú er Mugison búinn að fatta þetta.
Mér fynst þetta vera einskonar einelti, þetta dregur niður sjálfsmat úngs fólks á svæðinu, hver vill búa þar sem átrúnaðargoðin tönglast á því að það fari allir suður, lýsir ömulegu ástandi báta, húsa og umhverfis allt hlutir sem heimamenn hafa alist upp við og þykir vænt um.
“það þýðir ekkert að bæta samgöngur á vestfjörðum þá flytja vestfirðingar bara hraðar suður” þetta er brandari sem er meira að segja notaður sem rök fyrir þvi að því að beina fjármunum almennings í annað.
Ég er alveg viss um að t.d. óboðlegar samgöngur á vestfjörðum eru rík ástæða fyrir því að “þeir fyrir sunnan” hafa ekki áhuga á að setjast þar að.
Ég er uppalinn í Laugarneshverfinu í Reykjavík, þegar ég var barn vaknaði ég inn í ævintýr umhverfisins á hverjum morgni, svo komu SS (Sláturfélag Suðurlands) og rústuðu vellinum og skildu eftir sig ónotaða ónothæfa og risastórt steypu skrímsli sem fáir þora nálægt. Ástæðan fyrir staðarvalinu voru meðal annarra góðar samgöngur.
Þeim hefur ekki einu sinni dottið í hug að taka til eftir sig.
Ég vona að bættar samgöngur hvar sem er á landinu þýði ekki að fjármagnssóðar vaði þar um og rústi vellinum.
Allt sem þarf er heiðalegt fólk með hugmyndir og gleði en ekki og alls ekki menn með peninga og alls ekki með mikið af peningum.
Vestfirðir er indislegt svæði og þar eru óþjótandi möguleikar til að lifa góðu lífi.
Hættum að hugsa um hagvöxt og förum að lifa.
Stefán Hermannsso (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 16:06
Gott hjá þér Stefán, hættum að hugsa um hagvöxt og förum að lifa! Heyr Heyr!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2012 kl. 16:18
Ég ég væri ekki hér í Grundó þá væri það vestfirðirnir. Ég sé þetta þannig að þeir sem trúa öllu missa af öllu.
Lára (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 22:25
Eigum við að skoða staðreindir: Breitingar á íbúafjölda 2009-2010. Suðurnes -1,4% - Vesturland: -0,1% - Vestfirðir: - 3,2% - Austurland -1,2%. Samkv. tölum hafstofunnar fækkar á landinu nema í RVK þar sem aukning er 0,7% og á Norðurlandi Eystra 0,3%. Sorry Stór hluti þeirra sem eru að deila á þetta sitja á kaffihúsi í Reykjavík og blogga og bulla
Bárður Örn Bárðarson, 6.5.2012 kl. 00:53
Já er það Bárður? Við sem erum hér ennþá viljum ekki jarðarfararljóð Bubba um hvernig okkur miðar. Það er bara þannig. Við ætlum okkur að byggja upp samfélagið aftur og ná vopnum okkar. Það sem við þurfum síst á að halda er vælubíllinn Bubbi að spá dauða og volæði í þorpunum kring um landi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2012 kl. 01:19
Mér fannst Bubbi ágætur hér í gamla daga, en í dag er maðurinn hreinlega.. tja, segjum það eins og er, hann sukkar hreinlega.
DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 07:57
Þakka Guðrúnu kærlega fyrir þessa bragarbót. - Þessi texi Bubba er þvílíkt rím-klúður að það mætti halda að ekki væri allt í lagi sumstaðar. - Verst þótti mér að Mugison skyldi syngja sínar línur átölulaust, því að textar hans eru yfirhöfuð mjög góðir. - Lengi getur vont versnað....hjá Bubba kallinum.
Már Elíson (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 11:55
Já mikill dásemdar texti er þetta.. eruð þið búinn að senda hann á þá félaga Bubba og Muga.. ??
Við dreifarararnir höfum stundum verið duglegust að tala okkur niður, og það hefur vcerið hluti vandans, en mér finnst eins og að þetta sé að snúast við við erum ekki langur skömmustulega þegar við segjum fólki hvaðan við komum og við eigum að halda á lofti því hversu gott það er að búa úti á landi.
Auðvitað eru sumir hlutir neikvæðir og aðrir jákvæðir, en það er nú svo með alla hluti og mér finnst bara jákvæðu hlutirnir svo miklu miklu fleiri við það að búa úti á landi..
En oft er fjasað um þetta af misgáfulegu fólki, ég minni t.d. á "frétt" í Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum þar sem fjallað var um krummaskuð landsins og tjáði mig um það hér: http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/61696/
Og hér:
http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/90083/
Eiður Ragnarsson, 10.5.2012 kl. 19:25
Ég tek eftir að síðan þessi síða birtist og viðbrögðin við henni hefur lagið um þorpið ekki verið spilað á rás2 talandi um að hafa áhrif
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2012 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.