Ég hef tvisvar um ævina farið á útihátíð. Árið 1988 og 1990.
Þetta var árið 1988 og við systur (Guðrún og Erla) hlökkuðum mjög mikið til þess að fara saman á slíka hátíð, en við vorum þá á sautjánda ári. Okkur hafði tekist að fá far með vini okkar og stefnt var á að leggja af stað eftir vinnu á föstudegi. Við systur unnum þetta sumarið báðar í póstmiðstöðinni við Ármúla, ég við afgreiðslu í böggladeild og Erla við símsvörun o.fl. á skrifstofu póstmeistara. Um hádegi á fimmtudegi tilkynnti vinur okkar að ferðaáætlun hefði breyst og hann ætlaði að leggja af stað um hádegi daginn eftir. Við töluðum báðar í hvelli við yfirmenn okkar og óskuðum eftir leyfi. Það varð úr að ég fékk leyfi, en ekki Erla. Nú voru góð ráð dýr. Við vissum ekki um neinn annan sem var að fara norður og það kom ekki til greina að sleppa því að fara. Við reyndum að suða í vininum um að leggja seinna af stað, en án árangurs. Við sáum okkur því tilneyddar að grípa til þess óyndisúrræðis að tilkynna veikindi. Á föstudagsmorgni sest Erla niður með símann, hringir í yfirmann sinn og reyndi að gera sig eins laslega í rómnum og hún mögulega gat. Hún byrjar á að bjóða góðan daginn og svo segir hún: "Þetta er Erla. Ég ætlaði bara að láta þig vita að ég er mjög slompuð og treysti mér ekki í vinnuna."
Við rifjum þetta oft upp systurnar og veltumst enn um af hlátri. Hvað ætli aumingja konan hafi haldið um þessa 16 ára drukknu krakkaskömm?
Okkur hefndist reyndar fyrir að skrökva svona, því taskan með öllu snyrtidótinu okkar, aðaltaskan, gleymdist heima. En við skemmtum okkur engu að síður mjög vel:)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Spaugilegt | 5.6.2013 | 20:21 | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Nota bene
Links
www.iceland.co.il
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.