Kjóll sem grennir

Eftirfarandi samtal átti sér stað á milli okkar Erlu systur í útskriftarveislunni hennar Sonju á laugardaginn var. Tek það fram að við sjáumst ekki eins oft og við vildum vegna óhagstæðrar búsetu, aðallega Erlu þó.

Erla: "Af hverju ert þú svona grönn?"

Guðrún: "Ég er ekkert grönn, er þetta ekki bara kjóllinn?" (Ég skrapp samt töluvert saman við þessa athugasemd).

Erla: "Hvar fékkstu kjólinn?" (Líklega langað að létta sig eitthvað aðeins líka).

Guðrún: "Ég fékk hann í Hagkaup."

Erla: "Er þetta TRUE?"

Guðrún: "Nei, þetta er ekki merkjavara (fliss). Eða ég held ekki. Held það standi EVE á merkinu."

Erla: Kíkir á miðann. "Það stendur DONNA design."

Guðrún: "Jahá, þá er þetta hönnun hvorki meira né minna."

Erla: "Já. Það stendur hérna DONNA design og ... (hikandi mjög) ... tvöfalt XL."

Það þarf vart að taka það fram að þarna fór ég samstundis í mitt fyrra horf! Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband