Eftirfarandi samtal átti sér stað á milli okkar Erlu systur í útskriftarveislunni hennar Sonju á laugardaginn var. Tek það fram að við sjáumst ekki eins oft og við vildum vegna óhagstæðrar búsetu, aðallega Erlu þó.
Erla: "Af hverju ert þú svona grönn?"
Guðrún: "Ég er ekkert grönn, er þetta ekki bara kjóllinn?" (Ég skrapp samt töluvert saman við þessa athugasemd).
Erla: "Hvar fékkstu kjólinn?" (Líklega langað að létta sig eitthvað aðeins líka).
Guðrún: "Ég fékk hann í Hagkaup."
Erla: "Er þetta TRUE?"
Guðrún: "Nei, þetta er ekki merkjavara (fliss). Eða ég held ekki. Held það standi EVE á merkinu."
Erla: Kíkir á miðann. "Það stendur DONNA design."
Guðrún: "Jahá, þá er þetta hönnun hvorki meira né minna."
Erla: "Já. Það stendur hérna DONNA design og ... (hikandi mjög) ... tvöfalt XL."
Það þarf vart að taka það fram að þarna fór ég samstundis í mitt fyrra horf!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Spaugilegt | 26.6.2013 | 16:51 (breytt kl. 16:51) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Nota bene
Links
www.iceland.co.il
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.